Frú eyrnastór er mætt!

2014-09-10 20.11.16

 

Það var fjöldamargt sem mér þótti athugavert við sjálfa mig þegar ég var stelpa. Allt of mjó, allt of lítil, allt of ljót, allt of feimin, þykk, þung og ljót gleraugu…og það sem mér þótti verst af öllu, með ALLT of stór eyru. Á tímabili vildi ég, ekki orðin 12 ára, fara í aðgerð og láta laga svo hitt og þetta, en númer eitt, tvö og þrú, laga á mér eyrum, líma þau aftur. Svo ég mundi aldrei aftur þurfa að svara stríðnisröddunum því að jú, ég get flogið á eyrunum, en því miður, tek ekki farþega!

 

Smátt og smátt sættist maður svo við allar misfellurnar, a.m.k. hvað útlitið varðar og vandræði bernskunnar víkja fyrir annars konar áhyggjum og við tekur ævilöng barátta við innri vankanta.

 

Eitt það fyrsta sem ég hugsaði um þegar í ljós kæmi að hárið á mér væri í þann mund að yfirgefa mig, var hvernig þetta yrði með eyrun. Það var þá ekki farið fjær huga mínum en svo, að 47 ára gömul konan fór að hugsa um eyrun sín og þau færu að standa út í loftið henni til mismikillar ánægju. Álfar og huldufólk, kynjaverur, þjóðsagnapersónur alls konar fóru að sækja á mig, alveg tilviljunarkennt en samt alltaf kringum þetta sama stef. Eyrun. Ekki þar fyrir að þjóðsögurnar eru mér alltaf kærar en í þessu tilviki það miklu frekar að þessi tenging sem er í huga okkar milli álfa og eyrna svo ekki sé talað um álfana í Hringadrottinssögu.

 

Nú er sem sagt álfurinn ég kominn í ljós. Eftir að hafa lokið þriðjungi af lyfjameðferðinni birtist hann. Og þótt að mér hafi lítið þótt til um þetta þegar ég var lítil stelpa, kann ég ljómandi vel við stóru eyrun núna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s