Óboðinn gestur – baráttan við óvænt veikindi

himininn

Lífið getur breyst á einu augnabliki. Við vitum það flest en trúum því samt ekki að neitt hendi okkur sjálf. Ég held sem betur fer.

Við vorum á leið í brúðkaup á Íslandi fyrir örfáum vikum og síðan var ætlunin að hefjast handa við flutninga frá Genf til New York. Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skólamál, íbúðarmál…allt hefðbundin verkefni sem fylgir því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á við nýjar áskoranir.

Þá tóku æðri máttarvöld í taumana. Ég ákvað að fara til læknis við komuna heim af því að ég var orðin svo mikil um mig miðja frekar skyndilega. Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér.

Ég er nýlega komin úr uppskurði þar sem, gesturinn, illkynja æxli, var fjarlægður og nokkurra mánaða lyfjameðferð er hafin. Öll fjölskyldan er sameinuð hér heima á Íslandi og hér verðum við í vetur og tökumst á við afleiðingar þessa óboðna gests sem vonandi verður endanlega skolað niður í lyfjameðferðinni. Ég hef fulla ástæðu til bjartsýni þegar þeim kafla lýkur. Fram að þessu hefur allt gengið á áætlun, meira að segja hárið sem fýkur af mér í þessum töluðu orðum og í fyrramálið ætla ég sjálf að losa mig við afganginn af því – það verður hressandi að láta íslenska síðsumarið leika um kollinn minn.

Manni bregður við svona tíðindi. Enginn á von á því að svona nokkuð hendi sig. Og það er gott. Ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum veikindum en ég ætla hins vegar að sigrast á þeim. Ég finn um leið hvað jákvæðni og stilltur hugur skiptir miklu máli þegar áföll ríða yfir. Að reyna að ná stjórn á hugsunum sínum og laða fram það jákvæða í lífinu hjá mér sjálfri og öllum þeim sem eru í kringum mig.
Þannig ætla ég að nálgast þetta stóra verkefni sem mér hefur nú verið falið að glíma við.

4 thoughts on “Óboðinn gestur – baráttan við óvænt veikindi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s