Að ná markmiðum sínum…

Hvernig stendur á því að það er erfiðara að ná markmiðum sem maður setur sér prívat, þá á ég við um borða hollari mat, hreyfa sig meira og sofa betur, heldur en þeim sem sett eru í vinnunni?

 

Hvernig stendur á því að það er erfiðara að setja líkamann og sálina í fyrsta sæti heldur en verkefnin sem eru á skrifborðinu?

 

Þetta hefur verið sú áskorun sem ég hef barist við frá því ég stóð upp frá skrifborðinu í vinnunni og settist við borðið mitt hér heima í alpalandi.  Að gera það að fullu starfi að takast á við sjálfa mig og verða líkamlega sterkari á eftir.  Og þá um leið fá enn meiri orku til að takast á við verkefni framtíðarinnar.

 

Ég hef vanið mig á gönguferðir og hollan morgunmat.  Ég reyni að fara að sofa á skikkanlegum tíma.  Ég er komin með mjög heilsusamlegt tæki hér heim, cross trainer og reyni að nota það reglulega.  Fyrst gat ég bara ekkert, gafst upp eftir nokkrar mínútur en nú er ég komin upp í 20 mínútur og held áfram. 

 

10000 skref á dag er markmiðið, þá með því að nota tækið og ganga úti.  Það gengur upp og niður að ná því.  Gekk ekkert heima um jólin enda annað á dagskrá heldur en að hreyfa sig! 

 

En ég er ekki orðin betri en svo, að ég þarf endalaust að minna mig á að hreyfa mig.  Segja við sjálfa mig á morgnana, jú, Ólöf, morgunmatur er mikilvægur.  Nú er þó a.m.k. svo komið að ég er að verða háð græna spínatdrykknum og eplaedikið er að verða skikkanlegra, en ég á enn nokkuð í land með að tileinka mér morgunmat.  Lengst af borðaði ég ekkert á morgnanna og það tekur tíma að kenna gömlum hund að sitja.  Nú eru það 2 msk af eplaediki í vatni á fastandi maga.  Þeytingur úr spínati, grænum eplum, agúrkum og engifer og heilmikið að vatni fram að hádegi.  Svo versnar í því. Hafragrauturinn kemst ekki að enn…

 

Ég finn þó að þetta hefur allt gert mér gott og þrekið eykst dag frá degi.  Það er nefnilega ekki endalaust hægt að keyra sig áfram á viljastyrknum, sama hversu mikill hann kann að vera.

 

Ég hef eins og við öll, sett mér alls kyns markmið í lífinu og reynt að ná þeim eftir fremsta megni.  En þetta, baráttan við sjálfa mig  og vöðvana í líkamanum ætlar að verða það erfiðasta sem ég hef átt við!

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s