Um 8370 klukkutímar eftir af árinu – nota tímann vel!

Um 8370 klukkutímar eftir af árinu – nota tímann vel!

Svona lítur dagbókin mín út núna, ansi hrein og fín. Áður var hún í miklu kaosi og stundum gleymdi ég að bóka verkefni í hana, eða setti þau á vitlausan stað og þá lenti ég í klípu. Ég hef þó aldrei verið dugleg að nota dagbók á annan hátt en að minna mig á það sem þarf að gera. Ég býst við að flestir hafi sama háttinn á, hvort það notuð er svona venjuleg dagbók eða rafræn í símanum. Ég horfi fram á árið 2014 eins og við öll og set mér markmið um hitt og þetta, hugsa betur um heilsuna, fjölskylduna, lesa og ákveða hvað ég ætla að gera næst. Og ég blaða í dagbókinni og set inn þau verkefni sem þegar eru ákveðin og þá fundi sem eru bókaðir. En það er enn ansi gott pláss.

Hvers vegna nota ég bókina bara í svona? Af hverju ekki að bæta í hana öðrum verkefnum, t.d. því að fara út að ganga kl. þetta, vera búin að lesa þessar bækur á vormánuðum, vera tilbúin með þetta verkefni á þessum degi?

Pældi í þessu í nokkra daga. Væri gaman að fá aftur “busy” dagbókina, hugsaði ég með mér. Ekki síst vegna þess að venjulega geri ég það sem mér er sagt og ef bókin segir mér að gera eitthvað, geri ég það. En ef ég sjálf ætla að gera eitthvað…svík ég það ansi oft og tek það fram yfir sem aðrir segja mér að gera.

En það er hængur á þessu öllu. Markmiðin fyrir árið 2014 má skrifa upp í stílabókina mína sem ég hef alltaf með mér og sting inn alls konar hlutum sem ég sé, póstkortum, miðum, ljósmyndum og svo pára ég hitt og þetta sem mér dettur í hug. Ég þarf ekki þessa bók í það. Og svo auðvitað aðalatriðið, er það markmið í sjálfu sér að vera með útkrotaða dagskrá? Er hægt að leggja það til hliðar í bili og hugsa eftir nýjum brautum? Að það eru nú um 8370 klukkustundir eftir af árinu og ég á enn fullt af lausum klukkustundum – sem ég ætla að nota vel.

Og NB, ég var ansi langt frá 10000 skrefa markinu mínu í hálkunni heima – svo það er nóg að gera í göngutúrunum á næstunni!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s